Skapandi sumarstörf

Málsnúmer 201906018

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 81. fundur - 19.06.2019

Ungmennaráð lýsir yfir ánægju sinni með það að Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð hafi tekið höndum saman um verkefnið Skapandi sumarstörf og það að veita ungmennum í sveitarfélögunum tækifæri til að starfa við listsköpun yfir sumartímann.

Vonast ráðið til þess að verkefnið sé komið til að vera, vaxa og dafna á komandi árum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 82. fundur - 03.10.2019

Umræða um skapandi sumarstörf, Orðið er LAust, samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar sumarið 2019.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að Fljótsdalshérað haldi áfram að bjóða upp á skapandi sumarstörf enda mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa þennan vettvang. Eins lífgar verkefnið upp á sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.