Áskorun um pólskukennslu í grunnskólum

Málsnúmer 201906007

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 10.09.2019

Lagt fram til kynningar erindi frá sendiherra Póllands á Íslandi.

Fram kom í umræðum að fjarkennsla í pólsku fyrir elstu nemendur sem hefur verið í boði undanfarin ár er ekki í boði lengur. Fræðslunefnd óskar eftir skýringum á hvers vegna þessi þjónusta fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni hefur fallið niður.

Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu vinnunnar við bætta þjónustu við börn og ungmenni af erlendum uppruna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.