Snjómokstur og snjóhreinsun á gangstéttum og göngustígum

Málsnúmer 201905107

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 53. fundur - 20.05.2019

Með vísan í heilsueflandi samfélag og niðurstöður ungmennaþings leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að snjómokstur og -hreinsun á gangstéttum, göngustígum og þeim leiðum sem auðvelda gangandi og hjólandi að komast ferða sinna verði sett í forgang frá og með haustinu 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114. fundur - 12.06.2019

Erindi til umhverfis- og framkvæmdanefndar um áherslur í snjómokstri og snjóhreinsun á gangstéttum og göngustígum.

Mál í vinnslu

Íþrótta- og tómstundanefnd - 60. fundur - 27.02.2020

Fyrir liggja umræður um skipulag snjómoksturs og snjóhreinsunar á gangstéttum og göngustígum.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að upplýsingar um snjómokstur á gönguleiðum, samkvæmt viðbragðsáætlun sem hægt er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, séu gerðar aðgengilegar íbúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.