Tillaga um sjúkrahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 201905069

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 87. fundur - 13.05.2019

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf frá Benedikt V. Warén þar sem hvatt er til að kannaðir verði möguleikar á því að byggja sjúkrahús á Egilsstöðum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að vegna legu Egilsstaða og Egilsstaðaflugvallar verði lögð áhersla á að bæta aðstöðu til greiningar bráðveikra og slasaðra við HSA á Egilsstöðum. Jafnframt verði aðstaða fyrir móttöku sérfræðinga bætt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.