Samfellt þjónustukort fyrir allt landið

Málsnúmer 201903180

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 465. fundur - 01.04.2019

Fyrir fundinum liggja upplýsingar um vinnu Byggðastofnunar við gerð þjónustukorts sem sýni aðgengi að þjónustu, bæði opinberra og einkaaðila, um land allt. Jafnframt liggja fyrir drög að samningi milli Byggðastofnunar og Fljótsdalshéraðs um framkvæmd verkefnisins, sem eru samhljóða drögum sem send eru öllum sveitarfélögum.

Bæjarráð samþykkir fram lögð samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Jafnframt samþykkir bæjarráð að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa sem tengilið sveitarfélagsins við verkefnið.