Úttekt á framboði flugsæta til Austurlands

Málsnúmer 201903103

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 85. fundur - 25.03.2019

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 19. mars 2019, frá Benedikt Warén, með tillögu um að kannað verði með framboð flugsæta til Austurlands og hvaða verð á flugmiðum er í boði.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna í málinu sem verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 86. fundur - 29.04.2019

Fyrir liggur bréf sem sent hefur verið til Flugfélags Íslands með fyrirspurnum er varða flugþjónustu. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 87. fundur - 13.05.2019

Fyrir liggur svarbréf frá Árna Gunnarssyni framkvæmdasjóra Air Iceland Connect dagsett 3. maí 2019, við fyrirspurn atvinnu- og menningarnefndar um framboð flugsæta milli Egilsstaða og Reykjavíkur.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 90. fundur - 26.08.2019

Fyrir liggja gögn sem Benedikt Warén hefur tekið saman um lægsta verð í flugvélum Air Iceland Connect / Flugfélags Íslands í júlí og ágúst og mjög takmarkað framboð á fargjöldum á lægsta verði á leiðinni milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Einnig kemur þar fram óeðlilega mikill verðmunur á fargjöldum í samanburði við leiðina Reykjavík Akureyri.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir því að framkvæmdastjóri flugfélagsins mæti til fundar við bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.