Landbótasjóður 2019

Málsnúmer 201901205

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 109. fundur - 27.03.2019

Árskýrsla Landbótasjóðs Norður- Héraðs 2018 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 468. fundur - 29.04.2019

Lagt fram erindi frá Baldri Grétarssyni, þar sem hann biðst lausnar sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs í ráðgjafanefnd Landbótasjóðs.
Bæjarráð vísar skipan nýs fulltrúa til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 295. fundur - 22.05.2019

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem þakkaði Baldri Grétarssyni fyrir hans störf fyrir Landbótasjóð Norður-Héraðs og fagnaði tilnefningu Jóns Hávarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Jón Hávarð Jónsson, sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í ráðgjafanefnd Landbótasjóðs Norður-Héraðs, í stað Baldurs Grétarssonar sem beðist hefur lausnar.
Bæjarstjórn þakkar Baldri Grétarssyni kærlega fyrir vel unnin störf á þessum vettvangi um árabil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115. fundur - 26.06.2019

Fundargerð 98. fundar Landbótasjóðs lögð fram til kynningar.