Milljarður rís

Málsnúmer 201901092

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 76. fundur - 24.01.2019

Fyrir liggur hugmynd um að ungmennaráð Fljótsdalshéraðs komi að skipulagningu viðburðarins Milljarður rís, sem haldinn verður á ýmsum stöðum á landinu þann 14. febrúar næstkomandi. Sameinast Íslendingar þá fólki í yfir 200 löndum um að dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi.

Ungmennaráð lýsir yfir áhuga á því að taka þátt í skipulagningu viðburðarins, enda mjög mikilvægt framtak. Ungmennaráð óskar að auki eftir þátttöku sem flestra stofnana á Fljótsdalshéraði í viðburðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 77. fundur - 21.02.2019

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs þakkar fyrir frábæra mætingu á Milljarður rís þann 14. febrúar síðast liðinn, þar sem dansað var gegn kynbundnu ofbeldi.

Málefnið er ákaflega þarft og meðlimir leggja til að næsta ungmennaráð taki að sér skipulagningu viðburðarins að ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 84. fundur - 04.12.2019

Fyrir liggja umræður um fyrirkomulag Milljarður rís 2020.

Viðburðurinn, sem haldinn verður í febrúar 2020, er í vinnslu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 86. fundur - 06.02.2020

Fyrir liggur viðburðurinn Milljarður rís sem fram fer í Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 14. febrúar 2020.
Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á Íslandi. Viðburðurinn er einn sá stærsti í heimi en hann gengur út á það að sameina fólk í yfir 200 löndum í dansi til höfuðs hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn óréttlæti, mótlæti, misbeitingu og ofbeldi í daglegu lífi.

Ungmennaráð óskar eftir því að forstöðufólk allra stofnana á Fljótsdalshéraði hvetji sitt starfsfólk til að taka þátt í viðburðinum og geri því kleift að dansa gegn ofbeldi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 05.03.2020

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs þakkar þeim sem mættu á Milljarður rís þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem dansað var gegn kynbundnu ofbeldi.

Ungmennaráð leggur til að unnið verði að því að þróa viðburðinn áfram og þá í samstarfi við fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.