Kynjahlutfall í nefndum

Málsnúmer 201810089

Vakta málsnúmer

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 15.10.2018

Farið yfir nefndalista sveitarfélagsins eins og hann lítur út eftir síðustu kosningar. Samkvæmt listanum eru hlutföll karla og kvenna í nefndum með jafnasta móti. Betur verður farið yfir listann á næsta fundi nefndarinnar, þegar búið verður að bæta fulltrúum í ungmennaráði inn í hann.