Sameiginlegir fundir ungmennaráðs og bæjarstjórnar

Málsnúmer 201809098

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.09.2018

Fyrir liggur að halda sameiginlega fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs starfsárið 2018 - 2019.

Ungmennaráð leggur til að fyrsti fundur verði haldinn 5. desember 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 73. fundur - 22.11.2018

Í vinnslu er dagskrá sameiginlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 5. desember næstkomandi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 75. fundur - 13.12.2018

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs þakkar bæjarstjórn kærlega fyrir góðan fund og málefnalegar umræður.

Ráðið telur nauðsynlegt að halda fundi sem þennan 1-2 sinnum á hverju starfsári ráðsins til að auka samskipti og samvinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 77. fundur - 21.02.2019

Dagskrá og tímasetning fyrir sameiginlegan fund ungmennaráðs og bæjarstjórnar vor 2019 er í vinnslu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 81. fundur - 19.06.2019

Ungmennaráð þakkar bæjarstjórn kærlega fyrir sameiginlegan fund og vonast til þess að ábendingar frá ungmennaþingi 2019 verði teknar áfram innan stjórnsýslunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.