Kvörtun vegna númerslausra bíla sem lagt er í bílastæði til langs tíma

Málsnúmer 201803042

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 88. fundur - 26.03.2018

Fyrir nefndinni liggur kvörtun vegna lagningar númerslausra bifreiða í íbúðargötum í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að nú þegar eru í gangi aðgerðir til að stemma stigu við geymslu lausamuna utan og innan lóða í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Nefndin beinir þeim eindregnu tilmælum til starfsmanna sveitarfélagsins að þeir fylgi þessum málum eftir af festu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Freyr Ævarsson sat fundinn undir lið 1, 2 og 3.