Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018

Málsnúmer 201711067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81. fundur - 22.11.2017

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði verði samþykkt. Gjaldskráin verði auglýst í B- deild Stjórnartíðinda að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu