Lagarfell 3 - ósk eftir breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 201706100

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 72. fundur - 22.06.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Lögð fram skipulagslýsingin Blönduð byggð í Fellabæ vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í breyttri landnotkun á lóðunum nr. 1 og 3 við Lagarfell.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst skv. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 80. fundur - 08.11.2017

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi.

Tillagan er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84. fundur - 24.01.2018

Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk við Lagarfell 3. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímabilinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýsti í samræmi við 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóð með handauppréttingu.