Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 2018

Málsnúmer 201706053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 389. fundur - 19.06.2017

Lagt fram erindi frá stjórn ÆSKÞ þar sem óskað er eftir vilyrði frá bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrir því að landsmót ÆSKÞ fái að fara fram á Egilsstöðum dagana 19. ? 21. október 2018. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu svo mótið geti orðið að veruleika (þ.e. gistirými og íþróttahús undir dagskrá).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við skólastjóra og forstöðumann íþróttamiðstöðvar um málið og stefnt að því að taka erindið til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í vikunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.