Umsókn um að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum 8. júlí 2017

Málsnúmer 201706038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 388. fundur - 12.06.2017

Lagt fram erindi dagsett 7. júní 2017 frá Kristdóri Þór Gunnarssyni fh. akstursíþróttaklúbbsins Start á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýness, laugardaginn 8. júlí 2017 frá kl. 9:00 til c.a. kl. 18:00.
Start mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar.
Bæjarráð veitir samþykki Fljótsdalshéraðs fyrir torfærukeppninni með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins.