Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 201703088

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 21.03.2017

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti málefnið þar sem fram kom að í þeim fjölbreytta nemendahópi sem eru í grunnskólunum er rík þörf fyrir aðgengi að breiðum hópi fagfólks, ýmist í skólaþjónustunni eða í skólunum sjálfum.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að stjórn Skólaskrifstofu Austurlands skoði af alvöru hvort ekki sé rétt að efla þann hóp fagfólks sem þar starfar til að tryggja þjónustu og auka fjölbreytni í stuðningi við starfsfólk skólanna.

Jafnframt ítrekar nefndin fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að heilbrigðisyfirvöld vinni markvisst að því að efla meðferðarúrræði fyrir börn sem þar eiga heima.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.