Næstu verkefni og áherslur ungmennaráðs

Málsnúmer 201611009

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 03.11.2016

Á fundinn undir þessum lið mætti Árni Pálsson fromstöðumaður Nýungar og gerði m.a. grein fyrir Hip hop rap tónlistarhátíðinni Road to relax í Sláturhúsinu 24. nóvember. Árni óskaði eftir aðstoð fulltrúa ungmennaráðsins við undirbúning hátíðarinnar og var vel tekið í það af fulltrúum ráðsins.

Umræða var um að sveitarfélagið stefni að því að verða polastpokalaust sveitarfélag.
Ungmennaráð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að takmarka plastpokanotkun sína eins og hægt er og hvetur jafnframt sveitarfélagið til að vinna að því með íbúum og fyrirtækjum að takmarka notkun plastpoka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Á fundi ungmennaráðs var umræða um að sveitarfélagið stefni að því að verða plastpokalaust sveitarfélag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að takmarka plastpokanotkun sína eins og hægt er. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 31.05.2017

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til, í ljósi þess að framtíð Hússtjórnarskólans á Hallormsstað er óljós, að fulltrúi skólans í Ungmennaráði árið 2017-2018 komi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þá leggur Ungmennaráð til að 9. grein samþykktar fyrir ungmennaráð verði breytt á þennan hátt "Ungmennaráð heldur allt að 2 fundi í mánuði. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og ungmennaráðs skulu halda 1-2 sameiginlega fundi á starfstíma hvers ungmennaráðs. Dagskrá fundarins skal undirbúin af formanni ungmennaráðs og bæjarstjóra."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að meðlimir ráðsins fái aðgang að fundagátt sveitarfélagsins, líkt og aðrir nefndarmenn sem hjá því starfa. Það hjálpar til við undirbúning og faglegt starf ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að næsta haust verði starfsemi þessi kynnt vel í öllum skólum sveitarfélagsins og að þeir sem veljist til starfa í ráðinu séu þar af heilum hug. Eru núverandi meðlimir ráðsins reiðubúnir að aðstoða við kynningu á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hvetur næsta ráð til gerðar framkvæmdaáætlunar strax í haust, sem markar stefnu og áherslu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þar sem þetta er síðasti fundur Ungmennaráðs sem kosið var til starfa síðast liðið haust, þakkar Fljótsdalshérað fulltrúunum kærlega fyrir samstarfið og vel unnin störf.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 388. fundur - 12.06.2017

Bæjarráð samþykkir að setja í vinnslu endurskoðun á samþykktum ungmennaráðs og jafnframt að farið verði yfir athugasemdir sem fram koma í bókun ráðsins frá fundin þessa 31. maí sl.
Verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnamála falið að vinna málið í samráði við bæjarstjóra.