Uppbygging á innviðum fyrir rafmagnsbíla á Austurlandi

Málsnúmer 201609080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 356. fundur - 26.09.2016

Kynnt bréf frá verkefnisstjóra Austurbrúar varðandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að svara lið 1 játandi.

Vegna liðar 2 lítur bæjarráð verkefnið mjög jákvæðum augun, en er ekki ekki reiðubúið að skuldbinda sig til greiðslu fjármuna að svo komnu máli, en óskar eindregið eftir að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins og taka ákvarðanir á síðari stigum.

Vegna liðar 3 er vísað til afgreiðsu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 54. fundi hennar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 05.10.2016

Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs, en að öðru leyti er málið í vinnslu.