Lýsing í Skjólgarðinum/Lystigarðinum

Málsnúmer 201601008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 04.01.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að bæta lýsingu í gamla skrúðgarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta gera athugun á lýsingarþörf og kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 04.01.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að bæta lýsingu í gamla skrúðgarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að láta gera athugun á lýsingarþörf og kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.