Orkufundur 2015

Málsnúmer 201509088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 312. fundur - 28.09.2015

Bæjarráð stefnir að því að senda fulltrúa á fundinn. Nánar ákveðið þegar dagskrá liggur fyrir.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 313. fundur - 05.10.2015

Lagt fram fundarboð á 2. orkufund Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn verður á Hótel Laxá í Skútustaðahreppi, fimmtudaginn 15. október nk.

Bæjarráð samþykkir að gefa bæjarfulltrúum kost á að fara á fundinn og einnig atvinnu, menningar og íþróttafulltrúr og skipulags- og byggingarfulltrúa. Jafnframt verði fundarboðinu komið á framfæri við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Lagt fram fundarboð á 2. orkufund Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn verður á Hótel Laxá í Skútustaðahreppi, fimmtudaginn 15. október nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gefa bæjarfulltrúum kost á að fara á fundinn og einnig atvinnu, menningar og íþróttafulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa. Jafnframt verði fundarboðinu komið á framfæri við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.