Gangbrautarmerkingar við þjóðveg 1

Málsnúmer 201509008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 28.09.2015

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 02.09.2015 þar sem skorað er á Vegagerðina og Fljótsdalshérað að gera nauðsynlegar úrbætur á umferðar/gangbrautarmerkingum við gatnamótin við þjóðveg 1 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í fyrri bókanir nefndarinnar um málið og ítrekar enn og aftur við Vegagerðina að fundin verði lausn án tafar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 02.09.2015 þar sem skorað er á Vegagerðina og Fljótsdalshérað að gera nauðsynlegar úrbætur á umferðar/gangbrautarmerkingum við gatnamótin við þjóðveg 1 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vísar í fyrri bókanir nefndarinnar um málið og ítrekar enn og aftur við Vegagerðina að fundin verði lausn án tafar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.