Umsókn um að fella Aspir

Málsnúmer 201508076

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 30. fundur - 26.08.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 21.08.2015 þar sem Finnur Ingi Hermannsson f.h. Mílu ehf. kt. 4602071690 óskar eftir heimild til að fella 3 til 5 aspir norðan við húsið Fagradalsbraut 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að aðeins þær Aspir verði fjarlægðar, sem skyggja á örbylgjusamband við Hellisheiði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 02.09.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 21.08. 2015 þar sem Finnur Ingi Hermannsson f.h. Mílu ehf. kt. 4602071690 óskar eftir heimild til að fella 3 til 5 aspir norðan við húsið Fagradalsbraut 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að aðeins þær aspir verði fjarlægðar, sem skyggja á örbylgjusamband við Hellisheiði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.