Styrkumsókn vegna þátttöku í heimsmeistaramóti í torfæruakstri

Málsnúmer 201508073

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 13. fundur - 26.08.2015

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. ágúst 2015, frá Ólafi Braga Jónssyni, með beiðni um styrk vegna þátttöku í heimsmeistaramóti í torfæruakstri í Noregi.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að keppnisferðin verði styrkt um kr. 50.000 sem tekin verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 02.09.2015

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. ágúst 2015, frá Ólafi Braga Jónssyni, með beiðni um styrk vegna þátttöku í heimsmeistaramóti í torfæruakstri í Noregi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að keppnisferðin verði styrkt um kr. 50.000 sem tekin verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.