Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi, hverfahátíð og fl. miðbæjarfjör.

Málsnúmer 201508031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 306. fundur - 17.08.2015

Erindi í tölvupósti dags. 11.08. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um tækifærisleyfi á Fljótsdalshéraði vegna Ormsteiti 2015.
Umsækjandi er Ormsteiti kt. 600794-3109
Guðrún Lilja Magnúsdóttir kt. 280680-3899
Starfsstöð er Fljótsdalshérað.
Gildistími: 13. ágúst til 23. ágúst 2015.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning á viðburðunum sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."