Plæging rafstrengs í Hróarstungu

Málsnúmer 201507055

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 01.07.2015 þar sem Finnur Freyr Magnússon f.h. RARIK tilkynnir um fyrirhugaða lagnaleið fyrir 12 KV. rafstreng, 400 V lágspennustrengs og ljósleiðara í Hróarstungu samkvæmt framlagðri teikningu af legu strengjanna. Talað hefur verið við alla landeigendur og gert verður skriflegt samkomulag við þá, einnig verður framkvæmdin í samráði við Minjastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að framkvæmdin hafi lítil umhverfisáhrif þar sem strengirnir verða plægðir niður og gerir þess vegna ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.