Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

Málsnúmer 201506060

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 09.06.2015

Lögð fram tillaga fræðslunefndar að frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2016. Fræðslunefnd leggur áherslu á að um er að ræða nauma frumáætlun, nákvæmari áætlun verður unnin þegar forsendur skólastarfs liggja skýrar fyrir í haust. Fræðslunefnd leggur áherslu á að sú hagræðing sem hlýst af lokun Hallormsstaðaskóla skili sér að hluta til fræðslumála þegar endanleg fjárhagsáætlun verður samþykkt í haust en sú er ekki raunin í þeirri áætlun sem nú er lögð fram. Bent er á að launaliðir grunnskóla hafa verið skertir miðað við reiknaða þörf skólastjórnenda enda gerir nefndin ráð fyrir að niðurstöður frágangs á vinnumati skili ákveðinni hagræðingur á þeim lið. Gangi það ekki þarf að taka tillit til þess við gerð endanlegrar áætlunar í haust. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu og fjárhagsáætluninni vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Vísað er til bókunar í lið 1.2. Jafnframt er bókun fræðslunefndar vísað til vinnu við gerð endanlegrar fjárhagsáætlunar 2016.