Rannsókn á líðan ungmenna á Austurlandi

Málsnúmer 201504101

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 135. fundur - 22.04.2015

Formaður nefndarinnar upplýsir um niðurstöður rannsóknar á líðan ungmenna á Austurlandi. Ákveðið að bjóða aðal og varamönnum fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, auk forvarnarfulltrúa sveitarfélagsins til fundar 24. júní n.k. kl. 15.00 þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Formaður nefndarinnar upplýsti félagsmálanefnd um niðurstöður rannsóknar á líðan ungmenna á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn styður samþykkt félagsmálanefndar að bjóða aðal og varamönnum fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, auk forvarnarfulltrúa sveitarfélagsins til fundar 24. júní n.k. kl. 15.00 þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.