Skógrækt á Héraði

Málsnúmer 201503112

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 17. fundur - 13.04.2015

Á fundinn undir þessum lið mætti Þröstur Eysteinsson frá Skógrækt ríkisins.

Skógrækt er mikilvæg atvinnugrein á Fljótsdalshéraði og hafa margir af henni bæði beina og óbeina atvinnu. Skógrækt ríkisins er með mjög öfluga starfsemi á Fljótsdalshéraði, bæði á Hallormsstað og á Egilsstöðum, en á Egilsstöðum hafa aðalskrifstofur stofnunarinnar verið frá 1990.
Atvinnu- og menningarnefnd hvetur ríkisvaldið til að styrkja og efla þessa starfstöð enn frekar.

Skógrækt hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár með lægri fjárveitingum til greinarinnar. Landsframleiðsla á skógarplöntum hefur hrapað úr rúmlega 6 milljón plöntum niður í um 3 milljónir plantna. Samdrátturinn hefur sett rekstur gróðrarstöðva í uppnám og er nú svo komið að flestar eiga í töluverðum rekstrarerfiðleikum og sumar hafa þegar hætt störfum. Þetta hefur valdið því að ársverkum í gróðrastöðvum hefur fækkað verulega og verktökum fækkað í gróðursetningu og girðingavinnu. Þessi mikli samdráttur á framleiðslu skógarplantna undanfarin ár mun hafa alvarleg áhrif á afkomu hinna ýmsu greina sem byggja afkomu sína á skógrækt og skógarvinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd telur mjög mikilvægt að ríkisvaldið bregðist strax við með aukningu á fjármagni til plöntuframleiðslu og gróðursetningar, svo hægt sé m.a. að standa við gerða samninga og ræktunaráætlanir. Þá vekur atvinnu- og menningarnefnd athygli á að stærri hluti af kostnaði við framleiðslu á plöntum og nýræktun skóga eru laun sem skila fjárframlögum til baka til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta og gjalda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Skógrækt er mikilvæg atvinnugrein á Fljótsdalshéraði og hafa margir af henni bæði beina og óbeina atvinnu. Skógrækt ríkisins er með mjög öfluga starfsemi á Fljótsdalshéraði, bæði á Hallormsstað og á Egilsstöðum, en á Egilsstöðum hafa aðalskrifstofur stofnunarinnar verið frá 1990.
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur ríkisvaldið til að styrkja og efla þessa starfstöð enn frekar.

Skógrækt hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár með lægri fjárveitingum til greinarinnar. Landsframleiðsla á skógarplöntum hefur hrapað úr rúmlega 6 milljón plöntum niður í um 3 milljónir plantna. Samdrátturinn hefur sett rekstur gróðrarstöðva í uppnám og er nú svo komið að flestar eiga í töluverðum rekstrarerfiðleikum og sumar hafa þegar hætt störfum. Þetta hefur valdið því að ársverkum í gróðrarstöðvum hefur fækkað verulega og verktökum fækkað í gróðursetningu og girðingavinnu. Þessi mikli samdráttur á framleiðslu skógarplantna undanfarin ár mun hafa alvarleg áhrif á afkomu hinna ýmsu greina sem byggja afkomu sína á skógrækt og skógarvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og telur mjög mikilvægt að ríkisvaldið bregðist strax við með aukningu á fjármagni til plöntuframleiðslu og gróðursetningar, svo hægt sé m.a. að standa við gerða samninga og ræktunaráætlanir. Þá vekur bæjarstjórn athygli á að stærri hluti af kostnaði við framleiðslu á plöntum og nýræktun skóga eru laun sem skila fjárframlögum til baka til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta og gjalda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.