Vinabæjarmót í Skara 5.-7. júní 2015

Málsnúmer 201503012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 287. fundur - 09.03.2015

Lagt fram boð til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamót í Skara 5. - 7. júní nk. Þar kemur fram að Skara sér um uppihald fyrir 4 pör frá hverjum vinabæ, en heimilt er hverju sveitarfélagi að senda fleiri á sinn kostnað.

Bæjarráð samþykkir að vísa því til næsta fundar bæjarráðs að tilnefna fulltrúa sína á vinabæjamótið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 16.03.2015

Málinu var vísað til þessa fundar frá síðasta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð leggur til að Sigrún Blöndal forseti bæjarstjórnar og Björn Ingimarsson bæjarstjóri verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu, ásamt mökum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Sigrún Blöndal forseti bæjarstjórnar og Björn Ingimarsson bæjarstjóri verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu, ásamt mökum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.