Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur 2014

Málsnúmer 201502109

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 133. fundur - 25.02.2015

Lagt fram yfirlit yfir veittar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014. Þar kemur fram að heildarupphæð almennra húsaleigubóta á árinu var kr. 36.868.770 eða kr. 6.094.770 hærri upphæð en áætlað var í rekstraráætlun. Heildarupphæð sérstakra húsaleigubóta fyrir sama tímabil var kr. 1.910.339 eða kr. 13.339 hærra en áætlað var. Alls voru því greiddar húsaleigubætur/sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014 kr. 38.778.109. Framlag ríkisins til Fljótsdalshéraðs vegna húsaleigubóta á árinu 2014 var kr. 26.216.284, eða 5.960.284 hærra en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Á fundi félagsmálanefndar var lagt fram yfirlit yfir veittar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014. Þar kemur fram að heildarupphæð almennra húsaleigubóta á árinu var kr. 36.868.770, eða kr. 6.094.770 hærri upphæð en áætlað var í rekstraráætlun.
Heildarupphæð sérstakra húsaleigubóta fyrir sama tímabil var kr. 1.910.339 eða kr. 13.339 hærra en áætlað var. Alls voru því greiddar húsaleigubætur/sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014 kr. 38.778.109.
Framlag ríkisins til Fljótsdalshéraðs vegna húsaleigubóta á árinu 2014 var kr. 26.216.284, eða 5.960.284 hærra en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur áherslu á að þess sé vel gætt að framlög ríkisins vegna húsaleigubótanna skili sér til sveitarfélagsins í réttu hlutfalli við útgreiddar húsaleigubætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.