Nýting seyru til uppgræðslu á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201502080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18. fundur - 25.02.2015

Fyrir liggur hugmynd að nýtingu á seyru til landgræðslu á Fljótsdalshéraði. Meðfylgjandi er kort þar sem bent er á nokkra valda staði til uppgræðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið.
Nefndin bendir á að rekstur fráveitukerfisins er á höndum Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Fyrir liggur hugmynd að nýtingu á seyru til landgræðslu á Fljótsdalshéraði. Meðfylgjandi er kort þar sem bent er á nokkra valda staði til uppgræðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í erindið,en bendir á að rekstur fráveitukerfisins er á höndum Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.