Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201502057

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 133. fundur - 25.02.2015

Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga lagt fram til umsagnar. Félagsmálanefnd vill að tryggt verði að einstaklingar sem óska fjárhagsaðstoðar séu með raunverulega búsetu á því svæði þar sem óskað er aðstoðar. Nefndin telur mikilvægt að gert sé ráð fyrir því að einstaklingar mæti reglulega til funda við starfsmann Félagsþjónustunnar eða Vinnumálastofnunar í tengslum við mat á vinnufærni og við virka atvinnuleit. Mikilvægt er einnig að tryggja hlutverk Vinnumálastofnunar gagnvart einstaklingum sem leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, enda hefur stofnunin yfirsýn yfir atvinnuúrræði og býr auk þess yfir sérhæfðu starfsfólki því tengdu. Nefndinni þykir verkaskipting Vinnumálastofnunar og Félagsþjónustu ekki vera nægjanlega skýr í frumvarpinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga var lagt fram til umsagnar í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og vill að tryggt verði að einstaklingar sem óska fjárhagsaðstoðar séu með raunverulega búsetu á því svæði þar sem óskað er aðstoðar. Bæjarstjórn telur mikilvægt að gert sé ráð fyrir því að einstaklingar mæti reglulega til funda við starfsmann Félagsþjónustunnar eða Vinnumálastofnunar í tengslum við mat á vinnufærni og við virka atvinnuleit. Mikilvægt er einnig að tryggja hlutverk Vinnumálastofnunar gagnvart einstaklingum sem leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, enda hefur stofnunin yfirsýn yfir atvinnuúrræði og býr auk þess yfir sérhæfðu starfsfólki því tengdu. Bæjarstjórn tekur einnig undir með nefndinni, sem þykir verkaskipting Vinnumálastofnunar og Félagsþjónustu ekki vera nægjanlega skýr í frumvarpinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.