Frumvarp til laga um húsaleigubætur

Málsnúmer 201502034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 283. fundur - 09.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 5. febr. 2014, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um húsaleigubætur.

Bæjarráð lýsir sig fylgjandi efni frumvarpsins og telur það eðlilegt skref til að koma til móts við íbúa í landmiklum sveitarfélögum, þar sem byggð er dreifð. Með frumvarpinu er einnig jöfnuð aðstaða þeirra sem búa í svipaðri fjarlægð frá menntastofnunum, óháð sveitarfélagamörkum. Bæjarráð minnir þó á að útgjöld vegna frumvarpsins falla á sveitarfélögin og því ber að framkvæma kostnaðarmat á því.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 5. febr. 2015, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um húsaleigubætur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir sig fylgjandi efni frumvarpsins og telur það eðlilegt skref til að koma til móts við íbúa í landmiklum sveitarfélögum, þar sem byggð er dreifð. Með frumvarpinu er einnig jöfnuð aðstaða þeirra sem búa í svipaðri fjarlægð frá menntastofnunum, óháð sveitarfélagamörkum. Bæjarstjórn minnir þó á að útgjöld vegna frumvarpsins falla á sveitarfélögin og því ber að framkvæma kostnaðarmat á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.