Reglur og gjaldskrá fyrir Hlymsdali 2015

Málsnúmer 201412057

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 131. fundur - 17.12.2014

Drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir Hlymsdali lögð fram. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar með tillögu um að endurskoðun fari fram á gjaldskrám um útleigu á húsnæði sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 12.01.2015

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla saman viðkomandi formenn fagnefnda og viðkomandi deildarstjóra og koma af stað heildstæðri endurskoðun á gjaldskrám fyrir húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Félagsmálanefnd - 138. fundur - 23.09.2015

Drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir afnot af Hlymsdölum lagðar fram og samþykktar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir afnot af Hlymsdölum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.