GáF fundargerðir stjórnar

Málsnúmer 201412046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar GáF frá 30. okt. og 12. des. 2014.

Bæjarstjóri kynnti frekar umræður á fundinum, en þar var samþykkt að hætta við verkefnið.
Væntanlegar eru tillögur að fjárhagslegu uppgjöri félagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 16.03.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð hluthafafundar í GáF ehf., frá 11.mars 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu stjórnar Gáf um hlutafjáraukningu í félaginu og hækkun hlutafjár Fljótsdalshéraðs í GáF um kr. 1.000.000.
Jafnframt að Fljótsdalshérað sem hluthafi falli frá forkaupsrétti sínum að hlutafé í félaginu skv. 7. gr. samþykkta félagsins.
Framangreint er hluti af samkomulagi eigenda félagsins um uppgjör á skuldum þess og lok verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn tillögu stjórnar Gáf um hlutafjáraukningu í félaginu og hækkun hlutafjár Fljótsdalshéraðs í GáF um kr. 1.000.000.
Jafnframt að Fljótsdalshérað sem hluthafi falli frá forkaupsrétti sínum að hlutafé í félaginu skv. 7. gr. samþykkta félagsins.
Framangreint er hluti af samkomulagi eigenda félagsins um uppgjör á skuldum þess og lok verkefnisins.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ÁK)