Sameiginlegar eignir Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað

Málsnúmer 201412036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Lögð fram bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá fundi 2. des. 2014 varðandi sameiginlegar eignir Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs á Hallormsstað.

Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð leggst ekki gegn hugmyndum Fljótsdalshrepps um sölu eigna og gerir að tillögu sinni að núverandi leigjendum verði gefinn kostur á að gera tilboð í umræddar íbúðir.