Beiðni um breytingu á framkvæmd skipulagsdaga

Málsnúmer 201412030

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 09.12.2014

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, kynnti erindið sem varðar framkvæmd skipulagsdaga í Tjarnarskógi. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá breytingu sem farið er fram á enda er hún innan samþykkts fjárhagsramma stofnunarinnar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Í fræðslunefnd var kynnt erindi Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, sem varðar framkvæmd skipulagsdaga í Tjarnarskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti þá breytingu sem farið er fram á, enda er hún innan samþykkts fjárhagsramma stofnunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.