Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

Málsnúmer 201412023

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 09.12.2014

Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að sýna áfram sveigjanleika eins og unnt er til að mæta aðstæðum þeirra starfsmanna leikskólannna sem óska eftir að auka menntunarstig sitt. Að öðru leyti lagt fram til kynningar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd og hvetur skólastjórnendur til að sýna áfram sveigjanleika eins og unnt er til að mæta aðstæðum þeirra starfsmanna leikskólanna sem óska eftir að auka menntunarstig sitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.