Uppsögn leigusamnings um húsnæði á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

Málsnúmer 201412014

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 10. fundur - 08.12.2014

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 28. nóvmeber 2014, undirritaður af Stefaníu G. Kristinsdóttur, þar sem Hús handanna, sem annar samningsaðili, óskar eftir uppsögn leigusamnings vegna húsnæðis á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum, frá og með 1. október 2014.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni og formanni að ganga frá slitum á núverandi samningi við samningsaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 28. nóvember 2014, undirritaður af Stefaníu G. Kristinsdóttur, þar sem Hús handanna, sem annar samningsaðili, óskar eftir að vera leyst frá leigusamningi vegna húsnæðis á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum, frá og með 1. október 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og felur starfsmanni og formanni nefndarinnar að ganga frá slitum á núverandi samningi við samningsaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.