Skógarlönd 3C,umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 201411159

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13. fundur - 10.12.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 24.11.2014 þar sem Þorsteinn Ólafs f.h. VBS eignasafns hf. kt.621096-3039 óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi um lóðina Skógarlönd 3, en samningurinn rann út árið 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir afstöðu VBS eignasafns hf. um málið í ljósi umræðna um mögulega höfnun á endurnýjun lóðarsamnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 22. fundur - 30.04.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 24.11.2014 þar sem Þorsteinn Ólafs f.h. VBS eignasafns hf. kt.621096-3039 óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi um lóðina Skógarlönd 3, en samningurinn rann út árið 2012. Málið var áður á dagskrá 10.12.2014. Fyrir liggja gögn til upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindi VBS eignasafns þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Skógarlanda 3C verði hafnað og fasteignagjöld sem innheimt hafa verið af lóðinni frá því lóðarleigusamningur rann út, verði endurgreidd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 24.11. 2014 þar sem Þorsteinn Ólafs f.h. VBS eignasafns hf. kt.621096-3039 óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi um lóðina Skógarlönd 3 C, en samningurinn rann út árið 2012. Málið var áður á dagskrá 10.12. 2014. Fyrir liggja gögn til upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindi VBS eignasafns, þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Skógarlanda 3 C, verði hafnað og að fasteignagjöld sem innheimt hafa verið af lóðinni frá því lóðarleigusamningur rann út, verði endurgreidd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lagt er fyrir nefndina bréf frá Jónatansson&Co, lögfræðistofu, efni bréfs: Höfnun Fljótsdalshéraðs á beiðni VBS eignasafns hf. um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Skógalanda 3c þann 6.maí 2015.

Erindið falið bæjarlögmanni til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 500. fundur - 10.02.2020

Bæjarstjóri kynnti málið sem nú er lokið og er niðurstaðan sveitarfélaginu í hag.