Samanburður á húsaleigubótum milli áranna 2012 og 2013

Málsnúmer 201402185

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 125. fundur - 05.03.2014

Samanburður á húsaleigubótum á Fljótsdalshéraði, milli áranna 2012 og 2013, kynntur nefndinni. Þar kemu fram að heildarupphæð greiddra húsaleigubóta á árinu 2013 hækkaði um kr. 4.331.926 á milli ára. Hækkunina má fyrst og fremst rekja til fleiri umsókna fólks í almennum leiguíbúðum. Félagsmálastjóra er falið að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá aðildarsveitarfélögunum.