Starfsemi félagsmiðstöðva - Árni Pálsson mætir á fund nefndarinnar

Málsnúmer 201402159

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 24.02.2014

Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvanna, mætti á fund nefndarinnar og kynnti starfsemina í félagsmiðstöðvunum. Sagt frá viðhorfskönnun varðandi skipulag starfseminnar í félagsmiðstöðvunum meðal unglingastigsins í skólum sveitarfélagsins, niðurstaðan verður kynnt á næsta fundi nefndarinnar.