Staða innleiðingar nýrrar aðalnámskrár í skólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201402157

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 24.02.2014

Farið yfir stöðu mála varðandi innleiðingu námskrárinnar. Egilsstaðaskóli vinnur skv. áætlun sem gerð var í upphafi innleiðingarinnar. Unnið var að endurskoðun á námsmati á síðasta skólaári og með greinanámskrárnar í framhaldi af því. Nú stendur yfir vinna með grunnþætti menntunar og unnið verður að endurskoðun skólanámskrárinnar á næsta skólaári. Í Fellaskóla hefur ný aðalnámskrá verið að síast inn eins og verið hefur með fyrri námskrár. Skólastjóri kynnti könnun meðal foreldra á stöðu þeirra stoða sem námskráin m.a. byggir á, sú könnun benti til að skólastarf í Fellaskóla sé í góðu samræmi við þær. Í Brúarásskóla var á síðasta skólaári unnið með endurskoðun á námsmati. Í vetur hefur verið unnið með grunnþættina og samhliða er verið að vinna gerð heildstæðrar skólanámskrár skólans. Námskráin verður fyrir bæði skólastig, þar sem leikskólinn mun fá sinn kafla en mikill hluti verður sameiginlegur fyrir bæði skólastigin. Á næsta skólaári er gert ráð fyrir að vinna með greinabundna þætti námskrárinnar. Tjarnarskógur vinnur eftir verkáætlun sem unnin var í upphafi og vinnan gengur skv. áætlun. Verið er endurskoða og samþætta skólanámskrár í ljósi aðalnámskrárinnar. Sama á við á Hádegishöfða þar er vinnan í samræmi við verkáætlun og þar er gert ráð fyrir að ljúka ferlinu með endurútgáfu skólanámskrár á haustdögum.