Þokustígur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201402086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 26.02.2014

Lagt fram erindi, dagsett 6. febrúar 2014, frá Ívari Ingimarssyni, Hafliða Hafliðasyni og Hilmari Gunnlaugssyni varðandi lagningu þokustíga í tengslum við Þokusetur á Stöðvarfirði.

Bæjarráð lýsir áhuga á verkefninu og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara um verkefnið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Í bæjarráði var lagt fram erindi, dagsett 6. febrúar 2014, frá Ívari Ingimarssyni, Hafliða Hafliðasyni og Hilmari Gunnlaugssyni varðandi lagningu þokustíga í tengslum við Þokusetur á Stöðvarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir áhuga á verkefninu og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara um verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.