Vinnuskóli 2014

Málsnúmer 201401069

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 67. fundur - 25.02.2014

Vinnuskóli 2014
Verkefnastjóri umhverfismála kynnir drög að skipulagi vinnuskólans vegna sumarstarfa

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar verkefnastjóra umhverfismála fyrir kynninguna. Nefndin samþykkir óbreyttan vinnutíma frá því í fyrra sumar og leggur til hækkun á launataxta nemenda Vinnuskólans um 2,8%.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir umhverfis- og héraðsnefnd drög að skipulagi vinnuskólans vegna sumarstarfa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn óbreyttan vinnutíma frá því í fyrra sumar og samþykkir hækkun á launataxta nemenda Vinnuskólans um 2,8%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.