Framfærslustyrkir árið 2014

Málsnúmer 201312048

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 123. fundur - 16.12.2013

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2014 lagt fram til umfjöllunar. Nefndin samþykkir að hækkun sem nemur vísitölu neysluverðs í desember 2013, úr kr. 144.508. fyrir einstakling á mánuði í kr. 149.725. Fyrir hjón / sambýlisfólk hækkar upphæðin úr kr. 231.212. á mánuði í kr. 239.560. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð hækkun sem nemur vísitölu neysluverðs í desember 2013, úr kr. 144.508. fyrir einstakling á mánuði í kr. 149.725. Fyrir hjón / sambýlisfólk hækkar upphæðin úr kr. 231.212. á mánuði í kr. 239.560. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.