Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201312011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Lagt fram bréf Ferðafélags Fljótsdalshéraðs varðandi álagningu fasteignagjalda, með hliðsjón af 7. gr. reglugerðar Félagsmálaráðuneytisins um fasteignaskatt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta fara yfir erindið í samræmi við reglur sveitarfélagsins og afgreiða það síðan í samræmi við þær.