Bændur græða landið, beiðni um styrk 2014

Málsnúmer 201311153

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 10.12.2013

Bændur græða landið, beiðni um styrk 2014
Erindi frá Landgræðslu Ríkisins dags. 21.11.2013 beiðni um styrk vegna uppgræðsluverkefnisins: Bændur græða landið 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 152.000.- og verður það tekið af lið nr. 13-29.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Erindi frá Landgræðslu Ríkisins dags. 21.11. 2013, beiðni um styrk vegna uppgræðsluverkefnisins: Bændur græða landið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarráð að styrkja verkefnið um 152.000 kr. Fjármagnið verður tekið af lið nr. 13-29.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.