Kattaplága, ósk um að gerðar verði úrbætur

Málsnúmer 201106033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 112. fundur - 12.03.2014

Staða mála vegna athugasemda um lausagöngu katta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gert verði átak í því að fækka villiköttum í þéttbýlinu. Nefndin felur starfsmönnum að láta birta auglýsingu þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Staða mála vegna athugasemda um lausagöngu katta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og samþykkir að gert verði átak í því að fækka villiköttum í þéttbýlinu. Bæjarstjórn felur starfsmönnum að láta birta auglýsingu þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.