Austurleið um Hrafnkelsdal. Aðkomuvegur að aðkomugöngum 3 í Glúmstaðadal

Málsnúmer 200903129

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Lagt fram afrit af bréfi frá Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar, dags. 28 .nóv. 2013, til Skipulagsstofnunar varðandi aðkomuveg að aðgöngum 3 í Glúmsstaðadal og framlengingu hans út í Hrafnkelsdal.
Þar er farið fram á að Skipulagsstofnun felli niður skilyrði um frágang aðkomuvegarins og þar með verði hann ekki hluti af áætlun Landsvirkjunar og Umhverfisstofnunar um námur, haugsvæði, vega- og slóðagerð.

Bæjarráð fagnar því að verið er að vinna að málinu og hefur væntingar um að framkvæmdir við fyrirhugaðar vegtengingar hefjist sem fyrst.